Ljósifoss

Ljósifoss, foss í Sogi hjá Efri–Brú. Við hann eru kennd tvö neðri orku­ver Sogs­ins en þar eru virkj­að­ir foss­arn­ir Ljósi­foss 1935–37/1934–44, afl 15 MW og Íra­foss–Kistu­foss 1950–53, afl 48 MW. Við orku­ver­ið hef­ur ris­ið upp dá­lít­ill byggðarkjarni kenndur við Ljósa­foss. Þar er grunn­skóli og sund­laug.