Loðmundarfjörður, 6–7 km langur en djúpur. Inn af firðinum er breiður, grösugur dalur, víða mýrlendur. Hann klofnar innanvert í Bárðarstaðadal og Norðdal, milli þeirra er Herfell, 1064 m. Fjallahringurinn er tilkomumikill. Frá suðurströnd fjarðarins liggur gönguleið og reiðvegur um Hjálmárdalsheiði til Seyðisfjarðar. Í Loðmundarfirði voru tíu bæir og stundum tvíbýli á sumum þeirra. Nú eru þeir allir í eyði en á Sævarenda er sinnt um æðarvarp og ferðaþjónusta var rekin í Stakkahlíð í áraraðir.