Lómagnúpur

Lómagnúpur, standberg eitt hið mesta á Íslandi sem ekki er við sjó fram, 668 m hár, en hæstur er núpurinn 767 m. Hefur áður verið sævarhöfði.

Aust­an í honum gróin hlíð, Núps­hlíð.

Í júlí 1789 féll stór spilda úr núp­num að suðvestan og sjást þess mikils merki. Í júní 1998 féll stór skriða úr austanverðum Lómagnúpi, innan við Hellisfláa vestan og austan við Stóra­gil.

Skriðan var mun minni en sú sem féll 1789.