Lúdentsborgir

Lúdentsborgir, gígaröð austur af Mývatni. Þær eru framhald Þrengsla­borga og hafa gosið samtímis þeim. Gígarnir eru klepragígar og fara smækk­andi og verða gisnari nyrst á sprungunni. Lúdentsborgir draga nafn af gígnum Lúdent sem er skammt norðaustan við þær. Lúdent er sprengi­gígur með víðri skál, þvermál 600–800 m, en fremur grunnri, 60–70 m. Gígbarmarnir rísa um 100 m yfir sléttuna í kring. Fyrir tunglferð Appoló­ferjunnar 1968 voru geimfararnir m.a. þjálfaðir í Lúdentsborgum.