Lurkasteinn

Lurkasteinn, skammt frá Bakka­seli. Þar féll Sörli sterki fyr­ir Þórði hreðu sem frá seg­ir í sögu Þórð­ar. Sagt er að ferðamenn sem eiga ferð í fyrsta skipti fram hjá steininum eigi að varpa steini að honum um leið og þeir fara með fyrirbænir áður en lagt er af stað á Öxnadalsheiði.