Málmey, eyja undan Sléttuhlíð, 2,4 km2. Þverhnípt björg, hæst að norðan og vestan. Hæst 156 m. Eyjan grösug og gott sauðland. Einn bær var í eynni, fór í eyði 1951. Þau álög hvíldu þar á að enginn mætti búa þar lengur en í 20 ár. Hér gerðist að nokkru þjóðsagan um konuna sem var „komin í bland við tröllin“.
