Mánafoss

Mánafoss, í Laxá. Í Þorvaldar þætti víðförla er sú skýring gefin á nafninu að Máni hinn kristni í Holti hafi fengið svo mikla laxveiði undir fossinum að hann gæti afstýrt hungursneyð í sveitinni. Mánafoss, sem er 2,5–3 m á hæð, hefur nú verið gerður laxgengur. Heldur ógreiðfært að fossinum vegna skurða.