Mánaskál

Mánaskál, þar er sagt að Hólmgöngu–Máni, land­náms­mað­ur, hafi reist bú er hann fluttist frá Mánavík á Skaga. Munn­mæli segja að Máni sé heygður í Mánahaugi á Illviðrahnjúki, 969 m, í Laxárdalsfjöllum. Sér þar enn fyrir upphlaðinni þúst og hefur það ekki leitt til giftu neins að grafa í haug Mána eða raska við honum.