Mannabeinahjalli

Beruhóll, fram und­an bæn­um í Berufirði en þar er að sögn heygð Bera sú er bjó í Berufirði ásamt Sóta bónda sín­um. Eitt sinn villt­ust þau á leið sinni frá Skriðdal og margt manna með þeim. Veð­ur var illt og dóu all­ir föru­naut­ar þeirra á svo­nefnd­um Manna­beina­hjalla. Sóti komst á móts við Beru­fjarð­ar­bæ og þramm­aði fram af fjall­inu og var dysjað­ur í Sóta­botni. Bera lét hest og hund ráða og vissi ekki fyrri til en hest­ur­inn þaut inn í hest­hús­ið í Berufirði og með slík­um lát­um að hún datt af baki og hálsbrotnaði. Mörg örnefni í hreppnum eru kennd við hana.