Mannskaðahóll

Mannskaðahóll, þar er sagt að Íslendingar hafi barist við enska óspekt­ar­­menn 1431 og hlotið fullan sigur og fellt um 80 þeirra, sem dysj­aðir voru í tveim­ur dysjum við veginn, Ræningjadysjar. Skammt þar frá heitir Ræningja­­lág. Bein fundust síðar við brúargerð á Höfðaá, aðeins utar en dysjarnar eru.