Marteinsflæða

Marteinsflæða, gróðurblettur kenndur við Mývetninginn Martein Þorgrímsson er fann hann í haustgöngum á fyrri hluta 19. aldar. Þótti ferð hans mikil frægðarför. Þar er hlaðin smálaug.