Melar

Melar, fornt stórbýli og fyrr­um kirkju­stað­ur og prests­set­ur. Við Mela er eitt stór­felld­asta sjáv­ar­rof hér á landi. Heita þar Mela­bakk­ar og eru þeir víða 20–30 m há­ir og lóð­rétt­ir. Þar sem áð­ur var kirkja og kirkju­garð­ur flæð­ir nú sjór yf­ir. Með­al presta þar var Bjarni Arn­gríms­son (1768–1821). Hann bar upp­­fræðslu lands­manna mjög fyr­ir brjósti og samdi m.a. barna­lær­dóms­kver. Séra Bjarni var einn af braut­ryðj­end­um í garð­yrkju og samdi tvær ­bæk­ur um það efni. Fyr­ir aðra þeirra sæm­di danska stjórn­in hann gull­verð­laun­um og lét dreifa bókinni ókeyp­is með­al bænda. Þar var einnig prest­ur Helgi Sig­urðs­son (1815–88), að­al­frum­kvöð­ull að stofn­un Þjóð­minja­safns­ins. Hann lærði ljós­mynd­un fyrst­ur Ís­lend­inga á náms­ár­um sín­um í Kaup­manna­höfn 1842–45.