Meyjarþúfa

Meyjarþúfa, milli Harðbaks og Hraunhafnarvatns, lítil þúst, um 200–300 m í suður frá þjóðveginum, með smáprik í kolli. Þjóðsagan segir að allir íbúar Sléttubyggðar hafi fallið í valinn í drepsótt, utan ein kona og einn karlmaður, hvort í sínum byggðarhluta, Austur– og Vestur–Sléttu. Þau hittust á Meyjarþúfu og lögðu þar grunn að nýrri kynslóð Sléttubúa.