Miðhúsaá

Miðhúsaá, fellur af Fjarðarheiði. Í ánni eru fallegir fossar. Efstur er Fardaga­foss, en hægt er að ganga í helli bak við hann. Sögn segir að þar hafi fyrrum búið skessa ein og haft kistil fullan af gulli í fórum sínum.