Möðrudalsfjallgarður

Möðrudalsfjallgarðar, vestri og eystri eru tveir mó­bergs­hrygg­ir allbrattir og gróðurlitlir ýmsir hnjúkar þeirra eru 750–850 m háir, hæst Geitafell 851m. Milli fjallgarðanna er flöt sand­slétta, Geita­sandur. Af brún vestari fjallgarðsins er geysivíð útsýn um sléttuna hjá Möðru­dal, vestur til Herðubreiðar og suður til Vatnajökuls. Eldri akvegurinn um Heiðina lá um Möðru­dals­fjallgarða. Veginum er enn vel við haldið en ekki ruddur að vetrum.