Möðruvallafjall

Möðruvallafjall, fyr­ir ofan Möðru­­­velli, all­hátt og bratt en gró­ið að mestu. Norð­an við það skerst all­lang­ur af­dal­ur suð­aust­ur í fjöll­in. Heit­ir sá Mjaðmár­dal­ur. Á sú er úr hon­um fell­ur sam­ein­ast Þverá er kem­ur ofan af Þver­ár­dal. Á milli þeirra er Tungna­fjall. Þar í Tungunum eða á Mjaðmár­dal eld­uðu þeir grátt silf­ur Víga–Glúm­ur og Víga–Skúta, og í Mjaðmár­gili var það sem Glúm­ur slapp svo nauð­ug­lega að hann lét eft­ir kápu sína til að blekkja fjand­mann sinn.