Möðruvellir

Möðruvellir, höf­uð­ból fornt og nýtt. Þar bjó Guð­mund­ur ríki Ey­j­ólfs­son á sögu­öld. Í byrj­un 15. ald­ar bjó þar Loft­ur ríki Gutt­orms­­son og síð­ar ýms­ir niðj­ar hans er koma við sög­ur. Í Möðru­valla­kirkju er alt­ar­istafla göm­ul, hinn mesti dýr­grip­ur, og klukkna­port í kirkju­garðs­hliði, talið reist um 1780. Það er hið eina sinnar tegundar sem varðveist hefur frá svo gamalli tíð en slík port voru algeng við kirkjur fyrr á öldum. Til er lýsing af klukknaportinu frá árinu 1782 og virðist það hafa varðveist í stórum dráttum í þeirri mynd sinni. Í því hanga þrjár klukkur og er sú elsta frá árinu 1769, sú næsta frá 1799 og sú yngsta er frá árinu 1867. Í vörslu Þjóðminjasafns Ís­lands frá 1962. Á fáum bæj­um í Eyja­firði er feg­urri út­sýn og hin tign­ar­legu vest­ur­fjöll njóta sín óvíða bet­ur.