Mosfellskirkja

Mosfellskirkja, í Mosfellsdal. Þar er klukkan sem fjallað er um í Innan­sveit­arkróniku Halldórs Laxness. Fyrir utan er minnisvarði um Ólafíu Jóhanns­dóttur sem oft hefur verið nefnd Móðir Teresa norðursins. Hún fæddist á Mosfelli 1863, var kvennréttindabaráttukona en starfaði einnig í Noregi meðal götukvenna, fátækra og sjúkra. Í Osló var reistur minnis­varði um Ólafíu árið 1930.