Mýrdalssandur

Mýrdalssandur, ein víðáttumesta sandauðn landsins, um 380 km2, milli Mýrdalsfjalla að vestan og Álftavers og Skaftártungu að austan. Orðinn til af jökulhlaupum Kötlu og jökulám þeim sem um hann flæmast. Land­græðsla ríkisins og Vegagerðin hafa grætt upp svæði meðfram þjóðveginum til að draga úr ágangi sands á veginn.