Námaskarð

Námafjall, allt sundursoðið af brennisteinsgufum og ljósgult tilsýndar. Austan undir fjallinu víðáttumikið leirhverasvæði. Í Námafjalli og grennd eru Hlíðarnámur sem brennisteinn var unninn úr öldum saman og fluttur út. Varasamt er að ganga um hverasvæðið. Akvegurinn liggur um Náma­­skarð, þröngt skarð milli Námafjalls og Dalfjalls.