Náttfaravíkur

Náttfaravíkur, Vík­ur und­ir Víkna­fjöll­um. Land­náma­bók herm­ir svo frá að frá skipi Garð­ars Svav­ars­son­ar, sem hafði vet­ur­setu í Húsa­vík í för sinni til Ís­lands, hafi slitn­að bát­ur sem í voru mað­ur að nafni Nátt­fari, þræll og amb­átt. Sett­ist hann að í Nátt­fara­vík­um um skeið. Eign­aði hann sér síð­an land í Reykja­dal en hrakt­ist aft­ur út í Vík­ur þeg­ar ­land byggð­ist. Við Nátt­fara­vík­ur er land stór­brot­ið og hrika­legt en gróð­ur víða mik­ill og fag­ur. Þrír bæir voru í Nátt­fara­vík­um, yst Vargs­nes, þá Nausta­vík sem var að­al­býl­ið og suð­ur í Kota­daln­um rýrð­ar­kot­ið Kota­mýr­ar. Lend­ing var tal­in góð enda var Nausta­vík mesta út­gerð­ar­stöð í Þing­eyj­ar­sýslu á 17. öld. Er sagt að 30 skip hafi geng­ið það­an er flest var. Byggð hélst í Nátt­fara­vík­um fram á 20. öld. Nausta­vík lagð­ist sein­ast í eyði árið 1941. Þar stend­ur enn stein­hús sem not­að er sem sælu­hús.