Neðstikaupstaður

Ísafjörður, höf­uð­stað­ur Vest­fjarða stendur við Sku­tuls­fjörð. Áð­ur hét bær­inn Eyri og allt fram á seinni hluta 19. ald­ar stóð þar sam­nefnt prest­set­ur, frægt af Pís­lar­sögu sí­ra Jóns Magn­ús­son­ar (1645–96). Kirkj­an frá 1863 skemmd­ist af eldi 1987. Ný kirkja vígð 1995 á sama stað. Sam­kvæmt Land­námu, reisti Helgi Hrólfs­son bæ sinn á eyr­inni og gaf firð­in­um nafn­ið eft­ir að hafa fund­ið sku­tul rek­inn í flæð­ar­mál­inu. Bær hans er tal­inn hafa stað­ið á bæj­ar­hóln­um þar sem prest­­setr­ið reis síð­ar.

Fjörð­ur­inn er um­kringd­ur há­um og brött­um fjöll­um og fjórir da­lir, Engidalur, Dagverðardalur, Tungu­dal­ur og Seljalandsdalur ganga inn úr firð­in­um. Þar er og verð­ur fram­tíð­ar úti­vist­ar­svæði Ís­firð­inga. Í Tungu­dal er stór golf­völl­ur, skíða­svæði, tjald­svæði og göngu­leið­ir um skóg­rækt­ar­land­ið. Í Engi­dal er fyr­ir­hug­uð hest­húsa­byggð og reið­vell­ir. Á Seljalandsdal er skíðagöngusvæði með upplýstum brautum og skíðaskála. Innan við eyrina er Pollurinn, ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Bær­inn á sér langa sögu og sett­ust kaup­menn að á eyr­inni um miðja 16. öld. Í Neðstakaupstað eru fjögur frið­lýst hús frá tímum danskra verslunarfélaga, það elsta frá 1757. Hvergi á Íslandi eru eins heillegar og vel varð­veittar minjar um verslunarstað frá fyrri öldum. Byggð­in á eyr­inni tók ekki að vaxa fyrr en með af­námi ein­ok­un­ar og stofn­un kaup­­stað­ar ár­ið 1787.

Ísa­fjörð­ur hef­ur lengi ver­ið með mestu út­gerð­ar­stöð­um á land­inu. Þar urðu menn fyrst­ir til að vél­væða báta og veiða rækju. Eins og aðr­ir stað­ir sem byggja af­komu sína á vinnslu sjáv­ar­fangs, hef­ur Ísa­fjörð­ur ekki far­ið var­hluta af breyt­ing­um síð­ustu ára. Sú breyt­ing hef­ur get­ið af sér aðr­ar áhersl­ur og eru nú sterk há­tækni­fyr­ir­tæki á Ísa­firði sem byggja þekk­ingu sína á ára­langri reynslu í sjáv­ar­út­vegi.

Ísafjörður hefur skapað sér orðspor sem miðstöð sjó­kajakferða á Íslandi. Ástæða þess eru endalausir möguleikar á kajakferðum um firði og víkur Ísafjarðardjúps, Jökulfjarða og Hornstranda. Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval ferða sem henta jafnt byrjendum sem vilja kynnast þessari spennandi íþrótt, sem og lengra komnum ræðurum sem eru að leita að meira krefjandi ferðum.