Þingvallavatn, stærsta stöðuvatn á landinu 83,7 km2, meðaldýpi 34,1 m og allt að 114 m djúpt. Er í 103 m hæð yfir sjó og nær því 11 m niður fyrir sjávarmál. Mikið silungsvatn. Í því tvær eyjar, Sandey og Nesjaey, gamlar eldstöðvar. Afrennsli vatnsins er Sogið en eina aðrennsli ofanjarðar er Öxará.