Nesjavellir

Nesjavellir, jarðvarmavirkjun í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Nesjavellir tilheyra Hengilssvæðinu, sem er meðal stærstu háhitasvæða á Íslandi, þar er jarðhiti virkjaður til framleiðslu rafmangs og upphitunar á vatni. Orkuverið var formlega gangsett 1990. Orkuveita Reykjavíkur hefur skipulagt útivistarsvæði á jörðum sínum á Hengilssvæðinu. Gönguleiðir eru merktar og upplýsingaskilti eru þar sem við á. Á Nesjavöllum er merktur stígur þar sem fræðast má um jarðfræði, sögu og menningarminjar á svæðinu.