Neskaupstaður

Neskaupstaður, fékk kaupstaðarréttindi 1929 en er nú stærsti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar. Aðalatvinnuvegir; útgerð, fiskverkun, iðnaður og verslun. Þar er flugvöllur, fjórðungssjúkrahús, kirkja, skóli, Verkmenntaskóli Austurlands, sundlaug og golfvöllur.

Safnahús sem hefur að geyma myndlistasafn, náttúrugripasafn og sjó- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar.

Hinn 20. des. 1974 féllu snjóflóð á byggðina sem urðu 12 manns að bana. Snjóflóðavarnargarður hefur verið reistur fyrir ofan bæinn og þar er útsýnis og útivistarsvæði.