Nikulásarhús, eyðibýli, þar fæddist Jónína Sæmundsdóttir (1892–1965) betur þekkt sem Nína Sæmundsson myndhöggvari. Hún ólst þar upp til 14 ára aldurs, stundaði síðan nám í Kaupmannahöfn og Róm en bjó lengst af í Hollywood og varð víðkunn fyrir list sína. Sumarið 2000 var opnaður minningarlundur um Nínu í Nikulásarhúsi með einu verka hennar, Ung móðir. Aðgengi að minningarlundinum er frá Hlíðarendakirkju.