Njarðvíkurskriður

Njarðvíkurskriður, snar­bratt­ar og áður illfærar, sérstaklega á vetrum, áður en vegur var gerður rétt fyrir miða 20. öldina. Óvættur er Naddi hét og bjó um skeið í Nadda­helli í Skrið­unum og réðist á veg­far­end­ur eftir að skyggja tók. Loks tókst að ráða niður­lögum Nadda og var þá reistur tré­kross við göt­una, sem nefnd­ur er Naddakross, með latn­­eskri áletrun og ártalinu 1306. Kross­­­inn hefur oft verið endur­nýjaður. Vegfarendur gerðu bæn sína hjá kross­inum.