Nykurtjörn

Grund, landnámsmaðurinn Þorsteinn Svörfuður sem var kolbítur og lá í öskutó á uppvaxtarárum sínum í Noregi nam Svarfaðardalinn vestanverðan og reisti bú á Grund ásamt syni sínum Karli rauða. Samkomuhús og þingstaður til forna. Í skál í fjallinu fyrir ofan bæinn er Nykurtjörn, og trúðu menn því fyrr að hlaup sem úr henni komu stöfuðu af umbrotum nykursins. Sundskáli Svarfdæla er ein elsta yfirbyggða sundlaug á Íslandi. Sundskálinn var byggður 1929, laugin er 12,5 metra löng og enn í notkun.