Ódáðahraun, mesta hraunbreiða á Íslandi, 4440 km2, frá Mývatnsfjöllum til Vatnajökuls milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Hæð hásléttunnar sem Ódáðahraun hefur fallið yfir er um 400 m nyrst en um 800 m syðst. Mörg fjöll eru á hásléttunni, þeirra mest Herðubreið, 1682 m, og Dyngjufjöll, 1510 m.