Oddi

Oddi, kirkjustaður og prestssetur, eitt mesta höfðingja– og mennta­setur landsins til forna.

Þaðan var hin fræga ætt Oddaverja en kunn­astir þeirra ættmenna voru Sæmundur fróði Sigfússon (1056–1133) og sonarsonur hans Jón Loftsson (1124–1197).

Snorri Sturluson ólst upp í Odda og telja sumir að bókarheitið Edda sé dregið af heitinu Oddi.

Sjö Oddaprestar á liðnum öldum urðu biskupar. Þar var síra Matthías Jochumsson prestur um skeið.

Oddi var talinn eitt besta brauð landsins.

Núverandi kirkja í Odda er stálvarin timburkirkja, reist 1924 eftir uppdrætti Guðjón Samúelssonar húsameistara ríkisins. Í kirkjunni eru nokkrir góðir gripir, þar á meðal kaleikur, talinn frá um 1300.

Á 50 ára afmæli Prentsmiðjunar Odda 1993 færði fyrirtækið Odda fagran trjá­lund að gjöf sem starfsmenn þess plöntuðu suðaustur af kirkjunni á svo­nefnd­um Dyravelli.

Árið 1998 var afhjúpuð í Odda afsteypa af styttu Ásmund­ar Sveinssonar, Sæmundur á selnum. Gömul frásögn er til um Gamma­brekku, 40 m háan hóll sem stendur norðan við bæinn Odda. Sagt var að í hólnum væri grafið skip hlaðið gulli og ef reynt yrði að grafa eftir því muni bærinn í Odda brenna.

Hringsjá er á Gammabrekku.