Ögmundarhraun

Ögmundarhraun, vestan Krýsuvíkur, talið runnið árið 1151 úr gígaröð milli Núpshlíðarháls og Sveifluháls er náði að Helgafelli í norðri. Þar er Húshólmi. Vísbendingar eru um að þar séu torfgarðar frá því fyrir norrænt landnám og gætu því verið elstu leifar af mannvirkjum sem fundist hafa á landinu. Hrauntjarnir og hellar setja svip á stórbrotið umhverfi.