Ok

Flókadalur, breið­ur dal­ur og grös­ug­ur, er í raun réttri tveir dal­ir sem árn­ar Flóka og Geirsá falla eft­ir. Flóka­dalsá kem­ur vest­an und­an Oki og í henni er lax– og sil­ungs­veiði. Flóka­dal­ur heit­ir eft­ir Flóka, leysingja Ketils gufu Örlygssonar. Ok, mik­il grá­grýt­is­dyngja, 1198 m, mynd­uð við gos á hlýöld síðla á ís­öld. Lít­ill jök­ull er á Oki norð­an­verðu og hef­ur hann minnk­að mjög síð­ustu ára­tug­ina. Gíg­ur­inn á há­fjall­inu er nú jök­ul­laus.