Ólafsdalur

Ólafsdalur, lítið dalverpi suður frá Gilsfirði. Einn bær sam­nefndur. Þar reisti Torfi Bjarnason (1838–1915) fyrsta búnaðarskóla á Íslandi og rak hann 1880–1907. Markaði skólinn og Torfi djúp spor í búnaðarsögu landsins. Einnig rak hann þar tóvinnslu um skeið. Skólahúsið stendur enn. Torfa og konu hans Guð­laugu Zakaríasdóttur var reist þar minnismerki 1955.