Ólafsvík

Ólafsvík, út­gerð­ar– og versl­un­ar­stað­ur. Hluti Snæ­fells­bæj­ar. Íbú­ar voru 1.024 1. jan. 2012. Að­al­at­vinnu­veg­ir; út­gerð og fisk­vinnsla. Kirkju­stað­ur, prests­set­ur, heilsu­gæslu­stöð og sund­laug. Versl­un er all­göm­ul í Ólafs­vík og stend­ur þar enn vöru­skemma frá 1841, merki­legt sýn­is­horn sér­stakr­ar húsa­gerð­ar. Húsið er hluti af Byggðasafni Snæfellinga, upplýsinga­mið­stöð og kram­búð. Annað gamalt hús, sem stendur á mjög áberandi stað í bænum, er Jónshús sem nýlega hefur verið gert upp. Efni í húsið er talið flutt til landsins 1892. Minn­is­merki sjó­manns­ins eft­ir Guðmund Einars­son frá Miðdal er í Sjó­manna­garð­in­um. Utan við bæ­inn er fjall­ið Enni.