Ólafsvík, útgerðar– og verslunarstaður. Hluti Snæfellsbæjar. Íbúar voru 1.024 1. jan. 2012. Aðalatvinnuvegir; útgerð og fiskvinnsla. Kirkjustaður, prestssetur, heilsugæslustöð og sundlaug. Verslun er allgömul í Ólafsvík og stendur þar enn vöruskemma frá 1841, merkilegt sýnishorn sérstakrar húsagerðar. Húsið er hluti af Byggðasafni Snæfellinga, upplýsingamiðstöð og krambúð. Annað gamalt hús, sem stendur á mjög áberandi stað í bænum, er Jónshús sem nýlega hefur verið gert upp. Efni í húsið er talið flutt til landsins 1892. Minnismerki sjómannsins eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal er í Sjómannagarðinum. Utan við bæinn er fjallið Enni.