Öræfajökull

Öræfajökull, fjalla­bálk­ur suður úr Vatnajökli, þak­inn jökli. Hæsti tind­ur hans er Hvanna­dals­hnúk­ur, hæsta fjall lands­ins. Hann var talinn 2119 m en við ná­kvæma endurmælingu árið 2005 reyndist hann vera 2110 m. Ganga á Hvannadalshnjúk er hápunkturinn hjá flestu íslensku útivistarfólki. Gangan tekur um 12–15 klukkustundir og er mjög líkamlega krefjandi. Glacier Guides í Skaftafelli bjóða upp á ferðir á tindinn með leiðsögn ásamt öllum nauðsynlegum jöklabúnaði. Ör­æfa­jök­ull er eld­fjall sem hefur gosið tveimur stórgosum á nútíma, þ.e. 1362 og 1727 með gíf­ur­legu ösku­falli og jök­ul­hlaup­um. Eydd­ist þá mjög byggð, eink­um í fyrra gos­inu. Biskupaannálar Jóns Egilssonar voru skráðir um 1580 en í þeim segir m.a. ,,að jökulinn hafi hlaupið austur í Öræfum og tekið af á einum morgni í einu flóði 40 bæi, en 8 hafi eftir staðið sem nú standa, og þar komst enginn maður undan utan presturinn og djákninn frá Rauða­læk. Eldra nafn á Ör­æfa­jökli er Knappa­fells­jök­ull.