Orravatnsrústir

Orravatnsrústir, gróðursvæði milli Reyðarvatns og Orravatns og umhverfis þau. Mestur hluti svæðisins er flóar vaxnir ljósastör og broki. Þar er ein stórgerðasta flá á landinu. Þúfurnar eða rústirnar, eins og þær kallast, eru tugir metra á hvorn veg og allt að þriggja metra háar, vaxnar lynggróðri og fléttum. Mikið grasaland. Um rústirnar fellur Rústakvísl sem er upptakakvísl Hofsár í Skagafirði. Nær miðju svæðinu er hóll sem Orrahaugur heitir. Í Orravatnsrústum er gangnamannaskáli og tóttir eldri skála