Ósvör

Óshlíð, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, snarbrött og skriðurunnin. Vegurinn aflagður sem akvegur en talsvert nýttur til útivistar á sumrin fyrir gönguferðir og hjólreiðar.

Í Ósvör hefur verið endurgerð gömul verbúð við vör sem róið var frá til fiskjar á síðustu öld. Þar er eitt þekktasta sjóminjasafn landsins. Föst búseta var í Ósvör 1905–1925.