Öxará

Öxará, bergvatnsá sem fellur í fögrum fossi, Öxarárfossi, niður í Almannagjá og segir sagan að forfeður vorir hafi veitt henni í þann farveg. Í henni er Drekkingarhylur skammt frá því sem hún fellur út úr gjánni. Þar var sakakonum drekkt. Fyrir neðan hylinn eru hrygningarstöðvar urriðans í Þingvallavatni.