Öxl, bær upp frá Búðum undir bröttu skriðufjalli, Axlarhyrnu 433 m. Þar bjó á 16. öld illræmdasti morðingi Íslands, Axlar–Björn, er sagt var að hefði myrt 18 manns.
Þar er Ásmundarleiði sem sagnir herma að Ásmundur landnámsmaður sé heygður í.
Útsýn þaðan mikil og víð um allan Faxaflóa og umhverfi.