Öxnadalur

Öxnadalur, djúpur dalur og þröngur, umlukinn háum fjöll­um, um 35 km lang­ur. Um hann fellur Öxnadalsá. Nálægt miðjum dal gengur hóla­girðing yfir hann þveran. Skriðuhætt er víða. Árið 1952 hóf Skóg­ræktar­félag Eyfirðinga skógrækt þar. Þekkt er kvæði Hannesar Hafstein um Jónas Hallgrímsson sem hefst svo: „Þar sem háir hólar/hálfan dalinn fylla.“