Papahellir

Seljaland, þar eru einkennilegir hellar og var einn þeirra, Kverkarhellir, sem er vestur frá bænum, þingstaður Vestur–Eyfellinga seint á 19. öld. Við hellinn þar sem heitir Kverk vex nú upp skógarreitur sem Kverkara­samtökin hafa ræktað frá 1981, þar er nú mikið fugla– og dýralíf. Í Þrasa­kletti vex þyrnirós. Seljalandshellir, sem sumir nefna Papahelli, er bak við Seljalands­bæinn og er merkur sakir margra fornra rústa og krossmarka sem sjá má á móberginu.