Papós

Papós, í landi Syðra–Fjarð­ar. Þar var versl­un­ar­stað­ur 1860–97, áður var þar nokkurt út­ræði. Í tvö ár 1898–99 var þar heima­vistar­ung­linga­skóli en síð­an er Papós í eyði. Suð­ur frá rúst­um verslunar­stað­ar­ins eru Papa­tætt­ur, kennd­ar við hina fornu, írsku ein­setu­menn.