Papós, í landi Syðra–Fjarðar. Þar var verslunarstaður 1860–97, áður var þar nokkurt útræði. Í tvö ár 1898–99 var þar heimavistarunglingaskóli en síðan er Papós í eyði. Suður frá rústum verslunarstaðarins eru Papatættur, kenndar við hina fornu, írsku einsetumenn.