Patreksfjörður

Patreksfjörður, kaup­tún við sam­nefnd­an fjörð, hluti Vest­ur­byggð­ar. Stend­ur á tveim­ur eyr­um, Vat­neyri og Geirs­eyri. Höfn graf­in inn í lít­ið vatn á Vat­n­eyri 1946, heit­ir Patr­eks­höfn. Íbú­ar voru 636 1. jan. 2012. Að­al­at­vinnu­veg­ir; út­gerð og fisk­vinnsla. Kirkja, prest­set­ur, sýslu­manns­set­ur, heilsu­gæslu­stöð, sjúkra­hús, grunn­skóli, iðn­skóli, úti­sund­laug og fé­lags­heim­ili. Flug­völl­ur er á Sand­odda hand­an fjarð­ar­ins og að Hnjóti í Ör­lygs­höfn er merki­legt byggða­safn. Elsta stein­hús á Vest­fjörð­um byggt 1874 á Geirs­eyri en hef­ur nú ver­ið jafn­að við jörðu. Oft eru at­hafna­menn­irn­ir Ól­af­ur Jó­hann­es­son (1867–1936) og Pét­ur A. Ól­afs­son (1870–1949) kall­að­ir feð­ur stað­ar­ins. En með fram­kvæmd­um þeirra á fyrstu tug­um ald­ar­inn­ar tók kaup­tún­ið mjög að vaxa. Jón úr Vör Jóns­son (1917–2000), einn helsti frum­kvöð­ull nýstefnu mód­ern­ism­ans í ís­lenskri ljóð­list fædd­ist á Patr­eks­firði og ólst þar upp.