Péturskirkja

Péturskirkja, leitarmannaskáli austan undir Nýjahrauni, kenndur við Pétur Jónsson (1898–1972), hreppstjóra í Reykjahlíð, reistur 1925. Benedikt Sigurjónsson (Fjalla–Bensi) (1876–1946) gisti þar eitt sinn á jóla­nótt og varð sú ferð uppistaðan í sögunni Aðventu eftir Gunnar Gunnars­son.