Pompei Norðursins

Pompei Norðursins, uppgröftur gosminja frá árinu 1973. Pompei norðurins er bæjarhluti sem hulin hefur verið ösku síðan í Heimaeyjargosinu 1973. Unnið er að því að grafa 7 – 10 hús upp og gera svæðið að einstöku gosminjasafni. Uppgröfturinn hefur verið til sýnis frá fyrsta framkvæmdardegi.