Raufarhólshellir

Raufarhólshellir, um 1 km á lengd, meðal lengstu hraun­hella landsins, en ógreiður umferðar og varasamur vegna grjót­hruns. Liggur undir Þrengslavegi. Þakið á hellinum er þynnst 4m undir veginum en þykkast 12m. Innst í hellinum er hraunfoss og fyrir ofan hann er hægt að skríða inn í lítil göng sem liggja að skemmtilegri kúlu sem rúmar nokkra menn. Dropasteinar þar eru friðlýstir. Upplýsingaskilti er við þjóðveginn og á bílastæði.