Refasveit

Refasveit, eða Refsborgarsveit, sléttlendið frá Blöndu að Laxá. Tvær bæjaraðir, Efribyggð og Neðribyggð, vegir með báðum. Fjögur lítil stöðuvötn liggja þar í röð. Þau heita, talið frá suðri: Grafarvatn, Réttar­vatn, Hólmavatn og Langavatn. Lítið klettakast, Refsborg, er uppi á Vatna­­hverfiskúlu og þar austur af lágt skarð, Kaldbak. Jeppaslóði liggur upp á Vatnahverfiskúlu og er þaðan útsýn víð. Sunnan við þjóðveg 1 er lítil tjörn sem heitir Gullkistutjörn og segir sagan að þar hafi verið sökkt kistu með gulli.