Reiðskörð

Reiðskörð (Rauðsdalsskörð), sundurskorin klettabrík, blágrýtisgangur. Þar var tekinn af lífi afbrotamaðurinn Sveinn skotti, sonur Axlar–Bjarnar. Reimleikaorð lá síðan á staðnum. Vegur um skörðin hættulegur fyrrum. Þar fórst sr. Guðbrandur, faðir Briemsættarinnar.