Reykhólasveit

Reyk­hóla­sveit, frá Geir­adal að Múlaá í Þorska­firði, nær yf­ir Króks­fjörð að nokkru, Borg­ar­land, Beru­fjörð, Reykja­nes og Þorsk­afjörð. Bæj­ar­hús­in í Börm­um voru end­ur­byggð 1971­–1974 og var þá eini upp­runa­legi torf­bær­inn á Vest­fjörð­um sem enn stóð uppi. Á bæn­um Grund í Reyk­hóla­sveit féll snjó­flóð á úti­hús­in 18. jan­úar 1995 og fórst bónd­inn á bæn­um en syni hans var bjarg­að eft­ir 12 tíma.