Reykholt

Reykholt, einn frægasti sögustaður á Íslandi vegna Snorra Sturlusonar (11791241). Hann bjó í Reykholti frá 1206 og var veginn þar 1241. Kirkjustaður, prestssetur og menningar- og miðaldasetur.

Snorrastofa var stofnuð 1995 og hlutverkið er að kynna og rannsaka verk Snorra, miðaldamenningu, sögu staðarins og Borgarfjarðarhéraðs. Þar er almennings- og rannsóknarbókasafn og gestaíbúð fyrir fræðimenn. Snorrastofa annast móttöku ferðamanna og setur upp sýningar.

Reykholtskirkja, hin eldri, var reist á árunum 1886-87.Form kirkjunnar er undir áhrifum frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 2001. Nýja kirkjan var vígð 1996

Héraðsskóli settur í Reykholti 1931, endanlega slitið 1997. Bygging skólans, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, er nú nýtt fyrir fundi og ráðstefnur og vara eintakasafn Landsbókasafns.

Meðal fornminja í Reykholti eru Snorralaug